Collection: Endoca

Endoca fær 4,6* af 5 mögulegum á Trustpilot

Endoca

Henry Vincenty (stofnandi Endoca) er danskur líftækni og erfðafræðingur sem ferðaðist um heiminn í áratugi í leit að hentugum lífrænum lyfjum. Eftir áratuga rannsóknir komst hann að því að hampur virkaði sem lækning við mörgum algengum kvillum. 

Henry setti upp ókeypis heilsugæslustöð í Danmörku þar sem hann notaði hamp til lækninga og í framhaldi stofnaði hann Endoca, sem dregur nafn sitt af Endokannabínóðakerfinu.

Með bakgrunn í vísindum notaði Henry þekkingu sína til að vinna olíuna úr hampplöntunni. Vincenty fjölskyldan hefur í dag mikla reynslu í hampræktun og framleiðir fjölskyldan bestu CBD olíu í heimi.

Endoca framleiðir mikið úrval af CBD vörum sem hver um sig er framleidd úr vottuðum lífrænum hampplöntum sem eru ræktaðar án skordýraeiturs eða illgresiseyða.

Hampur (einnig þekktur sem iðnaðarhampur) er stofn af kannabisplöntunni sem inniheldur lítið magn af tetrahýdrókannabínólsýru (THCa). Hampplantan hefur verið notuð fyrir trefjar og fræ síðan byrjað var að rækta hana fyrir 10.000 árum síðan. Hampurinn er ein af fyrstu plöntunum sem menn byrjuðu að rækta.