Skip to product information
1 of 5

15% Full Spectrum CBD húðolía - 40% AFSLÁTTUR vegna dagsetningar

Verð 11.940 kr
Verð 19.900 kr Útsöluverð 11.940 kr
Afsláttur Uppselt
m/vsk Sendingarkostnaður reiknaður við afgreiðslu.

Stærð : 10ml

Magn CBD : 1500mg (15%)

 
Heilvirkt CBD (full spectrum)


Endoca CBD hampolían lágmarkar breytingar í litrófi efnasambanda iðnaðarhampsins (full spectrum) með eins varfærnu hitunarferli og frekast er unnt. Olían er fáanleg í 10 ml. flösku með dreypara (pípettu). Í hverri flösku eru um 300 dropar og eru því um 5mg af CBD í hverjum dropa. Olían er bæði lífræn og vegan og THC innihald er minna en 0.2%. Uppistaða hinnar fjölþættu virkni í hampolíunni er fólgin í CBD kannabínóíðum. Að auki eru í olíunni um 130 aðrir kannabínóíðar hampsins og fjöldi mikilvægra vítamína og steinefna ásamt ilm- og bragðefnum plöntunnar sem gjarnan eru talin eiga ríkan þátt í virkni olíunnar.

Endoca hampolían inniheldur engin gerviefni. Í henni, eins og í ýmsum öðrum góðum CBD vörum, eru einungis efni sem óhætt er að borða (e. eatable). Öll innihaldsefni eru náttúruleg og lífræn og allt vinnsluferli Endoca er sömuleiðis án hvers kyns tilbúinna eða ólífrænna efna.

Ráðlögð notkun.
Endoca ráðleggur viðskiptavinum sínum að byrja í litlum skömmtum fyrstu dagana en fikra sig síðan áfram þar til tilætluðum áhrifum er náð. Ekki er óalgengt að fólk noti 15-30 mg. á dag fyrir almenna betri líðan en mun meira, t.d. 50-70 mg. daglega í sérstökum viðfangsefnum. Sumir ganga mun lengra og almenna reglan er sú að líkaminn beiti einhverskonar „frávísunarmerkjum“ ef óþarflega mikið magn er notað.

Innihaldsefni:
Hemp seed oil (50%), Omega 3 (0.75g), Omega 6 (2.5g), Vitamin E (5mg) phytocannabinoids cannabidiol 15% (CBD 1500mg), low concentrations of the natural forms of (CBC, CBG, CBN). Terpenes: Myrcene, Limonene, Alpha & Beta-pinene, Linalool, B-caryophyllene, Caryophyllene oxide, Terpinolene, and Humulene. Other natural molecules: Cannabis plant waxes, flavonoids (Quercetin, Apigenin, and Cannaflavin), alkanes, nitrogenous compounds, amino acids, ketones, glycosides, vitamins, pigments, water, cofactors, and co-nutrients.


Endoca hampolía - hrá eða hituð?
Í sinni einföldustu mynd er munurinn á hráolíu Endoca (Raw Hemp oil) og hampolíunni (Hemp oil) sá að í hinni síðarnefndu hefur flestum súrum innihaldsefnum verið breytt með hitunarferli í kolvetni. Hráolían inniheldur nær allt litróf efnasambanda iðnaðarhampsins óbreytt en í hampolíunni er hlutverk CBD kannabínóíðanna yddað enn frekar, m.a. með því að breyta CBDa kannabínóíðasýrunni í hreint CBD..


Það er mjög einstaklingsbundið hvor olían hentar betur hverjum og einum. Endókannabínóíðakerfi líkamans eru ólík og „talsambandið“ á milli CBD kannabínóíðanna, ásamt hinu fjölbreytta föruneyti efnasambanda úr iðnaðarhampinum, er þar af leiðandi einnig mismunandi. Hér skiptir einnig máli hvaða viðfangsefnum CBD olíunum er beint að. Í báðum tilfellum er um heilvirkt CBD að ræða en í hituðu hampolíunni hefur CBD-ið sjálft afdráttarlausara vægi.


Um framleiðandann
Stofnandi og stjórnandi Endoca er danski líftæknifræðingurinn og vísindamaðurinn Henry Vincenty. Í námi sínu sannfærðist hann um virkni CBD sem styður endókannabínóíðakerfi líkamans (e. endocannabinoid system (ECS)) og eflir um leið bæði andlega og líkamlega heilsu okkar með margvíslegum hætti. Endoca hefur allt frá fyrsta starfsdegi sínum sett CBD framleiðendum víða um heim metnaðarfull viðmið í gæðakröfum fyrir ræktun iðnaðarhamps, sem í tilfelli Endoca fer öll fram við bestu mögulegu veðurskilyrði í N-Evrópu, og náttúrulegum framleiðsluferlum CBD fæðubótarefna og snyrtivara. Alþjóðlega rannsóknarfyrirtækið Trustpilot gefur vörum Endoca fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og byggir þá ágætiseinkunn sína m.a. á umsögnum u.þ.b. fimm þúsund notenda.


Ábending:
Þessi sterkasta útgáfa af Endoca CBD hampolíunni er ætluð þeim sem nýta hana í brýnum viðfangsefnum og byrjendum er ráðlagt að fikra sig af varfærni að hæfilegum dagskammti. Best er að geyma Endoca vörurnar í vari frá sterku sólarljósi eða miklum hita. Við íslenskar aðstæður er óþarft að geyma olíuna í ísskáp. Börnum, barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er ekki ráðlagt að nota olíuna. Ef upp koma óþægindi í húð eða olían berst í augu skal skola með vatni.

Afhendingartími

1-3 virkir dagar