Sagan okkar

Árið 2006 fæddist stúlka í Reykjavík. Meðgangan hafði gengið vel og í fyrstu var hún bara eins og hver önnur falleg stúlka en þegar hún var 6 mánaða fékk hún sitt fyrsta kast. Læknar voru ráðalausir þegar hún lamaðist í mínútur upp í daga og jafnvel vikur. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað hún var að berjast við…...

Stúlkan heitir Sunna og dreifir sólargeislum hvert sem hún fer með fallega brosinu sínu og smitandi glaðlegu viðmóti. Þegar Sunna var 13 mánaða gömul greindist hún með Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC). AHC er flóknasta taugasjúkdómurinn sem vitað er um þar sem hann hefur öll einkenni allra annarra taugasjúkdóma.

Á þessum tíma var nánast ekkert vitað um sjúkdóminn og voru 230 greindir með hann í öllum heiminum.

Foreldrar Sunnu urðu fljótt sérfræðingar í sjúkdómnum og hófu leit að lækningu við AHC um allan heim og reyndu bæði hefðbundnar og óhefðbundnar aðferðir til að meðhöndla Sunnu en ekkert kom í veg fyrir köstin sem voru í formi lömunar, vöðvaspennu og floga sem hún fékk nánast á hverjum degi.

Árið 2017 þegar Sunna var 11 ára fóru faðir hennar og bróðir til Denver, Colorado, til að læra meira um CBD olíuna sem fjölskylduna hafði langað til að prófa í mörg ár en fengu aldrei læknana til að samþykkja.

Eftir að hafa farið í heimsókn til eins virtasta framleiðanda CBD olíu í heiminum og séð framleiðsluferlið með eigin augum auk þess að ræða við leiðtoga á sviði CBD tóku feðgarnir til baka nokkrar flöskur af vörunni.

Á þessum tíma var Sunna svo illa farin að hún átti mjög erfitt með gang. Hún var að fá svo mörg köst og leið svo mikinn sársauka að það var nánast ómögulegt fyrir hana að fara í skólann eða bara í bíltúr. Brosið hennar var horfið og fjölskylda hennar sá aðeins ótta og sársauka í augum hennar.

Í júlí 2017 fékk Sunna fyrsta CBD dropann og fjölskyldan hennar hélt niðri í sér andanum….

Þau fóru rólega af stað og notuðu mjög lítið af olíunni til að byrja með. Fyrstu vikuna tóku þau ekki eftir neinum stórum breytingum. Í viku tvö tóku þau eftir því að hún var meira vör um sig og var að læra ný orð. Næstu vikurnar fór hún að vera afslappaðri, fór að læra ný orð á hverjum degi og var meðvitaðri um umhverfi sitt. Hún var með minni verki og það sýndi sig því skapið var betra og hún naut lífsins aftur. Sunna gat farið aftur í skólann, hitt vini sína og gert allt það sem hún elskar. Bros hennar var loksins komið aftur. Sunna tekur enn CBD olíuna sína á hverjum degi og hefur minnkað magn lyfja sem hún tók um tvo þriðju.

Þegar foreldrar hennar sáu að CBD olían var að gera meira fyrir lífsgæði hennar en nokkurt lyf sem hún hafði verið sett á um ævina vildu þau deila þessu með heiminum og stofnuðu vefverslunina Hemp Living með vinum sínum sem hafa staðið þétt við hlið þeirra frá deginum sem Sunna fæddist.

Í dag eru um 950 einstaklingar greindir með AHC en það er engin meðferð eða lækning við þessum hræðilega sjúkdómi. Ozon ehf sem rekur Hemp Living á Íslandi styður við AHC samtökin sem berjast fyrir lækningu á AHC.