Spurt og Svarað


Hvað er CBD?

Kannabidiol (CBD) er kannabínóði í hampi (Cannabis sativa L.) CBD er eitt af 130+ virkum kannabínóðum í plöntunni. CBD veldur ekki vímutilfinningu og afar lítið er um aukaverkanir

Hvernig virkar CBD?

CBD hjálpar Endokannabínóðakerfinu til að halda jafnægi (homostasis) á taugakerfinu. CBD bindur sig við móttakara sem er að finna í öllum líffærum líkamanns að húðinni meðtalinni.

Hver er munurinn á CBD og THC?

Meginmunurinn er að CBD veldur ekki vímu en hefur eiginleika sem nýtist fólki til þess að bæta lífsgæðin. THC veldur vímutilfinningu en hefur líka verkjastillandi eiginleika og getur nýst sem meðferð við sumum tegundum krabbameins.
Saman virka allir kannabínóðarnir best.

Er hægt að fara í vímu af CBD?

Nei þú getur ekki farið í vímu af CBD.

Er CBD löglegt á Íslandi?

Leyfilegt er að selja CBD í húðvörum en verið er að skoða hvaða reglugerðum þarf að breyta til þess að CBD fæðubótaefni geti verið leyft. Evrópusambandið hefur gefið út að CBD sé matvara og því megi ekki hefta markaðssetningu á CBD innan ES.

Getur CBD komið upp hjá mér í lyfjaprófi?

Ef þú ert að taka CBD sem fæðubótaefni þá er hugsanlega hægt að mæla fyrir því en CBD er ekki vímugjafi og því ekki á lista yfir efni sem verið er að mæla í venjulegum lyfjaprófum

Hvernig er hægt að nota CBD?

Það er hægt að nota CBD sem bæði fæðubótarefni svo sem olíur, hylki eða nammi.
CBD húðvörur eru einnig mjög vinsælar og sífellt nýjir möguleikar að bætast við

Er CBD náttúrulegt?

Já CBD er 100% náttúrulegt en einnig er til manngert CBD og er það að finna í sumum húðvörum.

Hefur CBD verið rannsakað?

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á CBD til að skoða virkni á mismunandi sjúkdóma. Best er að leita að rannsóknum á www.pubmed.gov og er þá stimplað inn í leitarvélina: (nafn sjúkdóms), CBD (cannabidiol)Hvaða áhrif hefur CBD á húðina?

Hvaða áhrif hefur CBD á húðina?

CBD er ríkt af andoxunarefnum sem hjálpa húðinni að endurnýjast. CBD minnkar bólgur í húð og liðum CBD stillir af olíuframleiðslu húðarinnar en of mikil fituframleiðsla leiðir til bólumyndunar. CBD kemur í veg fyrir skemmdir vegna útfjólublárra geisla.

Hver er munur á styrkleikum olíunnar?

Prósentuhlutfall utan á flöskunni segir til um hversu mikið hlutfall er af CBD í flöskunni. Td eru 1.000mg af CBD í flösku sem er 10% og er 10ml að stærð.

Hver er munurinn á Full spectrum, Broad spectrum og Isolate olíu?

Full spectrum inniheldur alla kannabínóðana

Broad spectrum inniheldur alla kannabínóðana nema THC

Isolate inniheldur einungis CBD kannabínóðann.