Skip to product information
1 of 1

Illgresi Andskotans

Verð 5.990 kr
Verð Útsöluverð 5.990 kr
Afsláttur Uppselt
m/vsk Sendingarkostnaður reiknaður við afgreiðslu.

Illgresi andskotans fjallar um plöntuna hamp Cannabis sativa L. Þetta er ekki bók um vímuefni heldur verð­mæta nytja­plöntu. Gífurleg fjöl­hæfni einkennir hana og sem betur fer er við­horfið gagnvart henni að breytast.

Höfundur: Þorsteinn Úlfar Björnsson



Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi andskotans og fjallar um nytjaplöntuna Cannabis sativa eða hamp í sinni víðustu mynd.

Þorsteinn, sem er bæði höfundur og útgefandi bókarinnar segir að hún sé ekki kennslubók í kannabisreykingum heldur sé um að ræða umfjöllun um nytjar á plöntu sem býður upp á gríðarlega möguleika og eigi án efa eftir að setja mark sitt á landbúnað hér á landi sem víðar í heiminum á komandi árum.

Nýtingarmöguleikar

Í bókinni, sem er í handhægu broti og ríkulega myndskreytt, er meðal annars sagt frá grasafræði plöntunnar, saga hampnytja rakin og farið yfir þau not og nytjar sem plantan hefur upp á að bjóða.

Þorsteinn fjallar einnig um efnainnihald plöntunnar og ástæður þess að plantan var bönnuð og af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum fóru í stríð við hana.

Ræktun hér á landi

Fyrir þremur árum hófst ræktun á iðnaðarhampi hér á landi og lagt hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að leyfð verði ræktun á lyfjahampi.

Þorsteinn segir að ræktun á hampi geti verið góð búbót fyrir bændur og skilað þjóðarbúinu talsverðum tekjum.

Hann segist einnig vona að bókin muni opna fyrir uppbyggilegar umræður um hamp sem að hans mati, og fleiri, hefur lengi verið á einn veg og það neikvæð.

Review: Vilmundur Hansen

Afhendingartími

1-3 virkir dagar