Hvað er CBG?

Hvað er CBG?

Hvað er Cannabigerol (CBG?

Cannabigerol er tegund af kannabínóða sem kemur frá kannabis plöntunni. CBG er þekktur sem móðir allra kannabínóða. Það koma sem sagt aðrir kannabínóðar frá cannabigerol sýrunni (CBGA), sýruform af CBG.

CBG finnst í minna magni en aðrir kannabínóðar í kannabis plöntunni. Í flestum yrkjum af plöntunni er aðeins hægt að finna 1% af CBG en á móti eru kannski 20% til 25% af CBD.

Þess vegna er CBG er dýrara og erfiðara að nálgast. Hinsvegar er CBG að aukast í vinsældum þar sem það hefur gríðarlega marga kosti.

Hvernig er CBG búið til?

CBG kemur frá ungum kannabisplöntum því þær hafa hærra magn af CBG en eldri fullþroskaðar plöntur.

Bæði CBD og THC byrja sem CBGA, sýruform af CBG. Þess vegna er meira magn af CBG í yngri plöntunum.

Í fullþroskuðu plöntunum sem eru með hátt gildi af THC og CBD finnur þú lítið magn af CBG. Það er er vegna þess að meirihlutinn af CBG er nú þegar búinn að breytast í CBD og THC eftir því sem plantan þroskast.

Vegna erfiðleika við að nálgast CBG hafa kannabisræktendur gert tilraunir með krossræktun og erfðameðferðir til að framleiða meira CBG. 

Hvernig virkar CBG?

CBG tengist við endókannabínóðakerfi líkamans. Endókannabínóðakerfið samanstendur af sameindum og móttökum í líkama okkar sem eru ábyrgir fyrir því að halda líkamanum í besta mögulega standi óháð ytra umhverfi okkar.

Í líkamanum okkar virkar utanaðkomandi CBG fyrir endókannabínóðakerfið eins og um náttúruleg efnasambönd sem líkami okkar býr til væri um að ræða.

Kannabínóða móttakarar í líkamanum

Líkaminn okkar inniheldur tvær tegundir af kannabínóða móttökurum - CB1 og CB2. CB1 móttakarar eru að finna í taugakerfinu og heilanum. CB2 móttakarnir eru tengdir ónæmiskerfinu og finnast einnig í öðrum svæðum líkamans.

CBG bindast báðum móttökurum og er talið að efnið auki virkni anandamíðs, taugaboðefnis sem gegnir því hlutverki að auka ánægju og hvatningu auk þess að stjórna matarlyst og svefn og draga úr sársauka. Ólíkt THC hefur CBG engin geðræn áhrif sem gefur þér vímu. 

Hugsanlegir kostir CBG

Eins og CBD, hefur CBG verið notað til að berjast gegn sársauka án þess að hafa vímuáhrif eins og THC.

Rannsóknir sýna að CBG getur einnig haft lækningaleg áhrif. Hins vegar eru rannsóknir á mönnum á þessu fáar vegna bannsins sem var á kannabis í tugi ára og þarf að gera fleiri rannsóknir á þessu sviði.

Nokkrar efnilegar dýrarannsóknir sýna að CBG gæti reynst gagnlegt fyrir meðferðir á eftirfarandi sjúkdómum:

Crohn's Sjúkdómur (IDB)

Chrohn´s er bólgusjúkdómur í þörmum og veldur sjúkdómurinn langvarandi bólgu í þörmum. Sjúkdómurinn hefur áhrif á milljónir manna um allan heim og er ólæknandi.

Árið 2013 var gerð rannsókn á dýrum þar sem fram komu jákvæð áhrif CBG á bólgusjúkdóm í þörmum.

Rannsakendur framkölluðu bólgur svipaðar og IBD í ristli músa og gáfu þeim CBG. CBG reyndist draga úr bólgum og framleiðslu nituroxíðs. Það minnkaði einnig myndun hvarfgjarnra súrefnistegunda (ROS) í þörmum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að CBG ætti að íhuga fyrir klínískar tilraunir hjá IBD sjúklingum.

Gláka

Rannsókn á dýrum varðandi gláku gaf von um að CBG væri hægt að nota sem meðferðarmöguleika í meðhöndlun gláku.

Rannsakendur gáfu köttum með gláku CBG og tóku eftir lækkun á augnþrýstingi og aukningu á útfæði vökva sem augað framleiðir og gefur auganu næringu.

Huntington's Sjúkdómur

Huntington's sjúkdómur er ástand sem veldur niðurbroti taugafrumna í heila. Árið 2015 var gerð rannsókn þar sem vísindamenn skoðuðu hugsanlega taugaverndandi eiginleika CBG og annarra kannabínóða í músum sem voru með Huntington sjúkdóminn.

Þar kom fram að CBG virkaði sem taugavarnarefni og verndar taugafrumur í heilanum fyrir skemmdum. CBG bætir einnig hreyfihömlun og varðveitir striatal taugafrumur gegn 3-nítróprópíósýru eiturverkunum.

Bakteríudrepandi eiginleikar

Í 2020 rannsókn á sýklalyfjamöguleikum kannabis kom í ljós að CBG hefur bakterídrepandi eiginleika. Sérstaklega gegn meticillin-ónæmum stofnum Staphylocuccus areus (MRSA), bakteríu sem veldur staph sýkingum og er lyfjaónæm.

Barátta við krabbameinsfrumur

Í 2014 rannsókn voru skoðuð áhrif CBG á rottum með ristilkrabbamein. Þeir tóku eftir því að CBG sýndi nokkur fyrirheit um að hindra viðtaka sem valda krabbameinsfrumum og hamla vexti krabbameinsfrumna í ristli.

Rannsakendur lögðu til að nota CBG sem meðferð til að lækna og koma í veg fyrir ristilkrabbamein. 

Skortur á CBG

Framboð á CBG er lítið í dag þar sem það er miklu erfiðara að framleiða CBG en aðra kannabínóða eins og THC og CBD. Þar sem CBG hefur marga svipaða eiginleika og CBD hafa framleiðendur frekar viljað framleiða CBD.

CBG vs. CBD

CBG er oft borið saman við CBD því það býr yfir mörgum sömu eiginleikum og þeir vinna báðir í endókannabínóðakerfinu.

Bæði CBG og CBD eru ekki geðvirkir sem þýðir að þeir breyta ekki hugarástandinu þínu eins og THC gerir. Þeir geta hinsvegar minnkað geðrænu áhrifin sem koma frá THC.

Einn stærsti munurinn milli CBD og CBG er magnið sem er að finna í flestum kannabisplöntum. Flestar kannabisplöntur innihalda aðeins 1% CBG en allt að 25% af CBD.

Hvernig CBG hefur samskipti við endókannabínóðakerfið okkar er frá CBD. CBG bindur sig beint við CB1 og CB2 móttakarana og gæti verið skilvirkara að skila bætingu í kerfið okkar.

Aftur í bloggið

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir þurfa að vera samþykktar áður en þær eru birtar.