CBD og Unglingabólur
Það er ekkert leyndarmál að CBD er orðið mjög eftirsótt síðastliðin ár, þökk sé hugsanlegum kostum og áhrifum þess á mannslíkamann. Með svo mörgum kostum fyrir daglegt líf hefur þetta auðvitað leitt til þess að kannabidíól (CBD) er orðið mjög áberandi innihaldsefni í alls kyns snyrtivörum, húðkremum, olíum og hylkjum. En getur CBD hjálpað til við að róa og meðhöndla húðsjúkdóma eins og unglingabólur?
Hvað eru unglingabólur?
Unglingabólur er algengur húðsjúkdómur sem stafar af því að hársekkir stíflast af dauðum húðfrumum og olíu. Þetta ertir húðina og framleiðir hvíthausa, bólur og fílapensla. Þó við höfum tilhneigingu til að halda að það hafi aðeins áhrif á unglinga, geta „unglingabólur“ myndast á fólk á öllum aldri
Unglingabólur geta fundist nánast hvar sem er á líkamanum þó svo að algengustu svæðin séu andlit, bak, háls og axlir. Þó að algengustu lýtin séu áðurnefndir hvíthausar og fílapenslar, þá geta aðrar tegundir sára eins og pápúla, graftar, hnúðar og blöðrur myndast vegna bólgu.
Svo hvað nákvæmlega veldur unglingabólum? Í meginatriðum er það offramleiðsla á fitu. Sebum er seytt af fitukirtlum sem eru staðsettir í hársekkjum, fituefni sem er náttúrulega nauðsynlegt fyrir húðina. Hins vegar getur of mikið af þessari olíu valdið uppsöfnun í svitaholum og uppsöfnun á dauðri húð.
Nokkrir þættir geta kallað fram offramleiðslu fitu. Þar á meðal eru hormónabreytingar (eins og kynþroski), lyf eins og getnaðarvörn og jafnvel hreinsuð kolvetni. Hins vegar er það mýta að hreinlæti einstaklings eða neysla á feitum mat hafi áhrif á unglingabólur. Eins og flest heilsutengd vandamál, fer það í raun eftir erfðafræði einstaklingsins.
Hvernig er hægt að losna við unglingabólur?
Útlit er áreiðanlega áhyggjuefni fyrir alla sem fá bólur og sérstaklega á unglingsárum þegar mikil pressa er á ungmenni að líta sem best út.
Það eru margar aðgerðir sem hægt er að grípa til þess að koma í veg fyrir unglingabólur og áhrif þeirra. Þetta geta verið einfaldar aðgerðir eins og að fara í sturtu eftir æfingu, viðhalda heilbrigðu mataræði, draga úr streitu og þvo andlitið tvisvar á dag (án ofþrifa). Allt getur þetta haft möguleg áhrif á bólumyndun.
Einnig eru apótek og verslanir með meðferðir við unglingabólum. Meðferðirnar geta verið í formi er krema, olíu eða sýklalyfjatöflum.
CBD fyrir unglingabólur
Hvernig getur CBD hjálpað til í meðferð við unglingabólum?
Það hafa enn ekki verið ýtarlegar rannsóknir á beinni virkni CBD fyrir unglingabólur, en við getum leitað til forklínískra rannsókna á möguleikum CBD til að draga úr orsökum eða myndun unglingabólna.
Forklínísk rannsókn sem gerð var við háskólann í Debrecen í Ungverjalandi reyndi áhrif CBD í meðferð við unglingabólum. CBD var gefið í frumulínur manna til að ákvarða áhrif þeirra á lipíð framleiðslu, þar sem lipíð gegna stóru hlutverki í að stífla upp húðholur.
Í stuttu máli þá hindraði CBD framleiðslu á lipíð með því að örva CB2 viðtakann. Rannsóknin sýndi einnig fram á hugsanleg ónæmisbælandi áhrif CBD sem gætu stuðlað að meðhöndlun á unglingabólum.
CBD krem fyrir unglingabólur
Staðbundin krem eru oft fyrsta meðhöndlun þeirra sem þjást af unglingabólum. Krem virka til að róa húðina, veita létti og hindra frekar bólgur. Sýnt hefur fram á að CBD smýgur auðveldlega inn í húðina sem gerir það að frábæru verkfæri í staðbundnum kremum og olíum.
Aczedol frá Cibdol dregur úr kláða og sviðatilfinningu sem tengist unglingabólum. Með hágæða hráefnum inniheldur kremið kolloidal haframjöl sem styður og verndar erta húð með stuðningslagi.
Kolloidal haframjöl virkar eins og mildari hreinsiefni fyrir húðina þar sem hafrar innihalda sapónín, efni sem vinna að því að skola burt fitu og olíu, líkt og sápa. Það getur einnig hjálpað til að draga úr bakteríum, roða og bólgum.