Earlina fræ 25kg poki
Couldn't load pickup availability
Earlina 8FC er iðnaðarhamps yrki sem er leyfilegt að rækta í ES. Þetta yrki kemur frá Frakklandi og er sérstaklega hugsað með það í huga að fá olíumikil fræ sem eru mjög næringarík og heilsueflandi fyrir bæði menn og dýr.
Earlina 8FC – Hampfræ og olía
Þetta yrki vex í upp í tvo metra og framleiðir mikið af hampfræjum. Framleiðendur mæla með því fyrir kaldari loftsvæði en passa verður að það sé ekki of rakt því þá geta fræjin opnað sig og þá getur uppskeran orðið ónýt.
Earlina 8FC fyrir kaldara loftslag
Þetta yrki er fullkomið fyrir þá sem vilja fá CBD ríkan hamp sem inniheldur ekki nema snefilmagn af THC.
Helstu upplýsingar :
Sjálffrjóvgandi
Vex í köldu loftslagi
Hæfilegur vaxtartími 125 dagar
Hæð – 1.5-2.0 metrar
Stærð fræja – Meðal/stór
Innihald olíu í fræjum – 28-30%
Uppskera fræja per hektara: 1.200kg
Trefjar – 23-26%
Lífmassi á hektara: 8 tonn
CBD – 2.0-3.0%
CBG – nánast ekkert
THC – minna en 0.12%
Meira um CBD
Meira um CBD
CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um ýmis jákvæð áhrif af tengingum CBD (cannabinoid) við endókannabínóðakerfið (endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í lífríkinu og manninum frá örófi alda. CBD er á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum taugalyfjum og í vísindasamfélaginu er almenn viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD á taugakerfið, t.d. kvíða, streitu og svefn ásamt því að virkni á t.d. bólgur og verki er jafnframt þekkt. Unnið er m.a. að fjölmörgum rannsóknum á áhrifum CBD, m.a. á ónæmis- og stoðkerfið. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis eru alltof mörg dæmi um að raunverulegt magn af CBD sé minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.
Afhendingartími
Afhendingartími
1-3 virkir dagar

