CBD Andlitsserum frá Cibdol

CBD Andlitsserum frá Cibdol

Verð 6.790 kr
Unit price  per 
m/vsk

Stærð : 30ml

Magn CBD : 60mg

Notkun : 1-2 dropar á dag

 

Gefðu húðinni þinni þann geislandi ljóma sem hún á skilið með CBD andlitsseruminu.

 

 CBD með öll sín andoxunarefni og þekkta virkni ásamt öðrum náttúrulegum innihaldsefnum, m.a. Aloe Vera, C vítamíni, E vítamíni og hyaluronic sýru, getur lyft Grettistaki fyrir húðina þína á skömmum tíma. 1-2 dropar fyrir svefninn í andlit og á háls og bringu geta gert gæfumuninn með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði. Annað eins á morgnana skemmir ekki.

Öll innihaldsefni í Cibdol CBD andlitsserumi eru lífrænt ræktuð og kremið er vegan. Með reglubundinni notkun þess að kveldi lýkur nætursvefninum með tilfinningu fyrir húð sem sem upplifir sig endurnærða, hæfilega raka og vel varða fyrir komandi áreiti dagsins.

 

Verkferlar, notkun og geymsla.

Cibdol CBD (Cannabidiol) er náttúruleg afurð úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa jurt) og öll önnur innihaldsefni eru sömuleiðis 100% náttúruleg. Allir verkferlar að baki svissnesku Cibdol CBD vörunum eru GMP gæðavottaðir, jafnt í rannsóknarstofum sem framleiðslu. Allar Cibdol vörur eru 100% lífrænar, vegan og dýravænar. Þær eru án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. Cibdol CBD andlitsserum er gott að bera í þunnu lagi á hreina húð andlits, háls og bringu fyrir svefninn. Best er að geyma kremið fjarri mikilli birtu og hita. Notist einungis útvortis. Berist ekki í augu.

 

Innihaldsefni:

Aqua, aloe barbadensis leaf juice, polysorbate 20, glycerin, sodium ascorbyl phosphate, phenoxyethanol, tocopheryl acetate, acrylates/c10-30 alkyl acrylate crosspolymer, cannabidiol – synthetically produced, parfum, ethylhexylglycerin, tetrasodium glutamate diacetate, sodium hydroxide, sodium hyaluronate.+

 

 

Afhendingartími : 1-3 virkir dagar