Hvað getur CBD gert fyrir hundinn þinn?

Hvað getur CBD gert fyrir hundinn þinn?

Hvað getur CBD Olía gert fyrir hunda?

Í hundinum þínum er boðefnakerfi sem kallast endókannabínóðakerfi. Það hjálpar til við að stjórna svefni, matarlyst, verkjum, ónæmiskerfinu og fleira. CBD hefur áhrif á virkni boðberanna í þessu kerfi og örvar tauga-, meltingar- og ónæmiskerfi sem og heilann. CBD getur gert þetta vegna þess að endókannabínóðarnir (endo = að utan) í CBD eru mjög líkir þeim sem finnast í líkama hundsins þíns en þeir kallast Phytokannabínóðar (phyto = að innan).

Hér eru 6 vandamál sem CBD getur hjálpað hundinum þínum með:

 1. Hundar með liðvandamál

Ef hundurinn þinn er með liðverki gæti dýralæknirinn ávísað bólgueyðandi gigtarlyfjum eða öðrum verkjalyfum. En bólgueyðandi gigtarlyf geta valdið versnun í liðum og mjúkvef og einnig skaðað lifur hundsins þíns. Sum gigtarlyf geta einnig valdið nýrnaskemmdum. Auk þess eru þau ekki svo áhrifaríkt.

CBD er náttúrulegt bólgueyðandi lyf sem hefur ekki sömu hættu á aukaverkunum og lyf. Það virkar með því að bindast CB1 viðtökum í heilanum. Þessir viðtakar örva ónæmiskerfið til að draga úr bólgu. CB1 viðtakar breyta því líka hvernig heilinn bregst við sársauka.

CBD bindist einnig CB2 viðtökum sem finnast í tauga- og ónæmiskerfinu. Þegar þetta gerist getur líkaminn framleitt fleiri kannabínóða náttúrulega. Þetta hjálpar til við að draga enn meira úr bólgum og draga úr sársauka sem tengist bólgum.

Vísindamenn við Cornell háskóla komust að því að hundar sem tóku CBD við liðagigt voru virkari og sýndu minni sársaukaeinkenni.

CBD olía getur hjálpað við:

 • Gigt
 • Tognun
 • Slitin liðbönd (CCL)
 1. Hundar með krabbamein

Því miður sýna tölulegar staðreyndir að 50% fullorðinna hunda fá krabbamein. Krabbamein er gríðarleg heilsuáskorun fyrir hunda, sérstaklega ef þeir gangast undir lyfjameðferð eða geislun.

Krabbameinsfræðingar eru alltaf að leita að nýjum leiðum til að meðhöndla krabbamein og minnka sársauka og ógleði sem fylgir hefðbundnum krabbameinsmeðferðum.

Rannsókn á músum sýndi að CBD hægði á vexti brjóstakrabbameinsfrumna. Og árið 2018 komust vísindamenn að því að CBD jók líftíma músa með krabbamein í brisi. Aðrar dýrarannsóknir sýna að CBD olía hefur hæfileika til að berjast gegn krabbameini og getur hægt á vexti æxla. 

CBD drepur einnig krabbameinsfrumur með því að hindra getu þeirra til að framleiða orku. Það getur örvað ónæmiskerfið til að framleiða drápsfrumur sem valda dauða í krabbameinsfrumum.

Vísindamenn komust einnig að því að CBD hindrar kannabisviðtaka sem kallast GPR55. Þetta er mikilvægt vegna þess að GPR55 jók vaxtarhraða krabbameinsfrumna í músum í rannsókninni.

CBD olía getur einnig hjálpað við ógleði í tengslum við margar krabbameinsmeðferðir. Og rannsóknir hafa sýnt að CBD getur dregið verulega úr krabbameinstengdum sársauka.

 1. Hundar með flogaveiki

Um það til 5% hunda þjást af flogaveiki. Þetta getur verið ógnvekjandi fyrir bæði hunda og eigendur þeirra þar sem flogin geta valdið kvíða.

Flestir dýralæknar meðhöndla flogaveiki og flog með flogaveikilyfjum. Algengir valkostir eru fenobarbital eða kalíumbrómíð. En þessi lyf eru skaðleg fyrir lifur hundsins og önnur líffæri. Jafnvel þótt lyfin valdi ekki óviðráðanlegum aukaverkunum, virka þau ekki alltaf.

Vísindamenn við Colorado State University urðu spenntir þegar þeir rannsökuðu CBD sem meðferð við flogaveiki hjá hundum. Í þeirri rannsókn voru 89% hunda sem fengu CBD sýndu minnkuða flogavirkni.

Í rannsóknum á mönnum sýndi CBD jákvæða virkni hjá sjúklingum með lyfjaónæma flogaveiki. Í einni rannsókn sáu 7 af hverjum 8 sjúklingum verulegan bata innan 4 til 5 mánaða.

CBD dregur úr tíðni og alvarleika floga vegna þess hvernig það hefur samskipti við endókannabínóðakerfið. Talið er að skyndileg breyting á starfsemi heilans valdi flogum. En CBD tengist viðtökum í heilanum. 

 1. Hundar með kvíða

Kvíði er algeng ástæða fyrir eigendur hunda að snúa sér að CBD. Kvíði getur birst í mismunandi myndum. t.d.

 • Hávaðafælni
 • Aðskilnaðarkvíði
 • Árásargirni
 • Ótti

Auðvitað eru til kvíðastillandi lyf en það er verið að rannsaka CBD fyrir kvíða vegna þess að það hefur ekki hættulegar aukaverkanir.

Flestir CBD notendur nota olíuna við verkjum, kvíða og þunglyndi. Yfir þriðjungur þessara notenda greinir frá því að CBD olían virkaði „mjög vel ein og sér“. CBD hefur jafnvel hjálpað til við að stjórna kvíða og svefnleysi hjá börnum með áfallastreituröskun (PTSD).

CBD getur virkað hratt ef gefið er beint um munn þegar hundurinn verður stressaður. Það getur vanalega tekið 5-20 mínútur til að virka. CBD virðist virka best þegar gefið er hundum yfir langan tíma, sem sagt daglega.

 1. Hundar með verki

Sennilega vænlegasta rannsóknin á CBD er sú sem gerð er á sársauka. Allt frá taugaverkjum til liðagigtar. 

CBD bindur sig bæði CB1 og CB2 viðtökum í heila og taugakerfi og þetta hjálpar til við að breyta því hvernig heili hundsins þíns skynjar sársauka. Auk þess getur CBD einnig hjálpað til með svefnleysi og ógleði.

CBD getur einnig hjálpað til við að stjórna slæmum sársauka vegna meiðsla

 1. Hundar með ofnæmi

Ofnæmi fer vaxandi hjá hundum og það er erfitt að meðhöndla það. Húðsjúkdómar eru ein algengasta ástæða heimsókna til dýralæknis. 

Endókannabínóðakerfið er líka að finna í húðinni og það eru góðar fréttir fyrir hunda með ofnæmi. Það þýðir að CBD getur hjálpað til við kláða og þurra húð. Einnig getur CBD stuðlað að vexti nýrra heilbrigðra húðfrumna.

Aftur í bloggið

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir þurfa að vera samþykktar áður en þær eru birtar.