Hvað er CBN?

Hvað er CBN?

 

CBN: Kostir og notkun  

CBN er eins og veik útgáfa af THC. Þegar THC efnisþættir sem finnast í kannabisplöntunni, eldast, brotna þeir niður. Þetta leiðir til myndunar á veikari kannabínóða sem kallast CBN.

CBN hefur um 25% af áhrifum THC sem gerir hann að mildum kannabínóða.

Ólíkt CBD, sem er algjörlega ógeðvirkur getur CBN í stærri skömmtum framkallað væg geðvirk viðbrögð.

CBN hefur ekki verið rannsakaður eða notaður eins mikið og THC eða CBD svo það er mjög takmörkuð þekking eða rannsóknir á notkun hans og hugsanlegum kostum.

Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þessa eiginleika:

Bættur svefn:  

CBN hefur sýnt fram á að hafa róandi eiginleika sem gætu létt á einkennum eins og svefnleysi. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum.

Léttir sársauka:

Rannsókn á rottum sýndi að notkun á CBN létti á vöðva og liðaverkjum eins og vefjagigt. Rannsóknin benti einnig á að verkurinn minnkar meira þegar notað er CBN og CBD saman. 

Taugaverndandi eiginleikar:

Ein rannsókn frá 2005 leiddi í ljós að CBN gæti hjálpað til við að seinka upphaf ALS sjúkdóms sem hefur áhrif á frumur í heila og mænu. CBN var gefið í litlu magni í 12 vikur. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði.

Bakteríudrepandi:

Rannsóknir á CBN hafa komist að því að það gæti verið öflugt bakteríudrepandi efni. Í rannsóknarstofum var CBN prófað á stofnum af MRSA bakteríum sem eru ónæmar fyrir hefðbundnum sýklalyfjum. Vísindamenn komust að því að CBN væri öflugt bakteríudrepandi efni gegn þessum ónæmu stofnum. Í framtíðinni munum við hugsanlega sjá CBN vera notað til að berjast gegn bakteríusýkingum sem venjuleg sýklalyf geta ekki unnið á.

Örvun matarlystar:

Í rannsóknum á nagdýrum var mælanleg aukning á matarlyst nagdýranna sem bendir til þess að það gæti verið áhrifaríkt fyrir örvun matarlystar.

Gláka:

CBN gæti einnig verið gagnlegt fyrir þá sem þjást af gláku. Ein rannsókn á kanínum leiddi í ljós að CBN (sem og THC og CBG) dregur úr augnþrýstingi sem er stærsti áhættuþátturinn fyrir gláku. Samt sem áður eru rannsóknir á frumstigi og ekki hefur verið sýnt fram á að CBN sé betri en önnur glákulyf. Frekari rannsókna er þörf til að vita hvort kannabínóðinn gæti einhvern tímann komið í stað hefðbundinna meðferða við gláku.

Bólguminnkandi:

CBN getur einnig verið öflugur bólgueyðandi kannabínóði sem gæti hjálpað þeim sem eru með liðagikt. Í einni rannsókn á nagdýrum var sýnt fram á að CBN dregur úr liðagigt. Þó að frekari rannsóknir þurfi að gera, gæti notkun CBN verið hjálpleg fyrir þá sem þjást af þessum erfiða sjúkdómi.

Aftur í bloggið

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir þurfa að vera samþykktar áður en þær eru birtar.